Í grein á vef SFS er þeirri spurningu velt upp hvort heppilegra sé að kjör sjómanna taki mið af afkomu útgerðar eða tekjum eins og hingað til hafi tíðkast.
Í greininni segir að ytri skilyrði hafi verið hagstæð í fiskveiðum upp á síðkastið, aflaverðmæti hátt, olíuverð lágt, gengið veikt og þorskstofninn hafi vaxið. Hafi það skilað sér í góðri afkomu. Sjómenn hafi einnig notið þessa góða gengis en hlutfall launa þeirra af heildarverðmætasköpun fiskveiða árið 2013 var 65% sem er töluvert hærra en í öðrum fjármagnsfrekum greinum og ívið hærra en meðaltal allra atvinnugreina.
Þar segir ennfremur að frá árinu 2008 hafi tekjuþróun í fiskveiðum verið afar hagfelld og hafi sjómenn notið góðs af. Kaupmáttur meðallauna þeirra hafi aukist um 6,5% frá árinu 2008 en á sama tíma dróst kaupmáttur meðallauna á almennum vinnumarkaði saman um 2,7%. Á árinu 2014 var loðnuveiði lítil á sama tíma og gengi krónunnar styrktist. Af þessum sökum lækkuðu meðallaun sjómanna það árið enda drógust tekjur af veiðum saman um 25 ma.kr. eða 15% á föstu verðlagi.
Sjá nánar á vef SFS.