ff
Útgerðarfyrirtæki í Vestmanneyjum gætu þurft að greiða tæpa 2,8 milljarða króna í veiðigjöld vegna fiskveiðiársins 2012/2013, samkvæmt útreikningum sem Fiskifréttir fengu hjá Herði Orra Grettissyni hjá Ísfélagi Vestmannaeyja.
Almenna veiðigjaldið yrði um 750 milljónir en sérstaka veiðigjaldið um 2 milljarðar. Megnið af gjaldinu leggst á tvö stærstu félögin; Ísfélagið sem þarf að greiða rétt rúman milljarð og Vinnslustöðina sem þarf að greiða tæpan milljarð. Ekki er gert ráð fyrir afslætti vegna skulda við kaup á aflahlutdeild undanfarin ár. Hörður sagði að það breytti myndinni ekki mikið því stærstu félögin ættu ekki rétt á slíkum afslætti.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.