Neisti HU 5 hefur verið á grásleppuveiðum við Reykjavík undanfarið og sést þarna draga netin skammt undan landi. Hafþór Hreiðarsson tók myndina úti í Gróttu á sumardaginn fyrsta en síðar um daginn landaði báturinn 1091 kílói af grásleppu og 41 kg af þorski.