Seafood Expo, stærsta sjávarútvegssýning heims, var sett í morgun í Barcelona með þátttöku 2.078 fyrirtækja frá 87 löndum á 49.339 fermetra svæði í fimm höllum. Þar er að finna sjávarafurðafyrirtæki frá öllum heimshornum, framleiðendum fiskvinnsluvéla, umbúða, samgöngulausna og öllu öðru sem tengist sjávarútvegi á einn eða annan hátt.

Gríðarlega fjölbreytilegt úrval afurða ber fyrir augun á sýningunni.
Gríðarlega fjölbreytilegt úrval afurða ber fyrir augun á sýningunni.

Á svæðinu er fjöldi íslenskra fyrirtækja, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtækin Brim, Samherji, Vísir og Vinnslustöðin, eldisfyrirtækin Arnarlax og Matorka, sölufyrirtækin Icelandic Seafood og Ice Fresh flutningafyrirtækin Eimskip og Samskip og fjöldamörg tæknifyrirtæki eins og HPP Solutions, Marel, Samey, Vélfag og fleiri. Alls eru á fimmta tug íslenskra fyrirtækja sem tekur þátt í Seafood Expo.

150 milljónir evra í kassann

Þetta er í 29. sinn sem Seafood Expo er haldin en lengst af var hún í Brussel en síðastliðin tvö ár í Barcelona. Íslenskir sýnendur höfðu á orði að sýningin væri til fyrirmyndar hvað allan aðbúnað og aðgengi varðar enda mun rýmra um alla í Fira sýningarhöllinni á Gran Via.

Sýningarhaldarar segja að Seafood Expo skili Barcelona borg yfir 150 milljónum evra í kassann.

Dansk/grænlenska fyrirtækið Royal Greenland er með stóran bás á sýningunni.
Dansk/grænlenska fyrirtækið Royal Greenland er með stóran bás á sýningunni.