Yfir 2.000 fyrirtæki taka þátt í stærstu sjávarútvegssýningu heims, Seafood Expo í Barcelona. Sýningin hefst í næstu viku og stendur yfir dagana 25. til 27. apríl. Á fimmta tug íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegstengdum greinum taka þátt í sjávarútvegssýningunni.
Í flokki þjónustu- og tæknifyrirtækja verða hátt í 20 íslensk fyrirtæki, þar á meðal Marel, Vélfag, Naust Marine, Knarr svo fáein séu nefnd. Í flokki útgerðar-, sölu-, framleiðslu- og eldisfyrirtækja eru meðal þáttakenda Arnarlax, Brim, VSV, Iceland Seafood, Samherji, Royal Iceland svo fáein fyrirtæki séu nefnd.
Tíðindamaður Fiskifrétta sækir sýninguna og verður greint frá helstu tíðindum á miðlum Fiskifrétta.