Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæp 95 þúsund tonn í nóvember og jókst um 6,5% miðað við nóvembermánuð 2014. Botnfiskafli var rúm 40 þúsund tonn, þar af um 24 þúsund tonn af þorski og tæp 4 þúsund tonn af ýsu. Uppsjávarafli jókst um 13,5% og flatfiskafli var 23,3% meiri.
Fyrstu 11 mánuði ársins 2015 hefur aflinn verið rúm 1315 þúsund tonn sem er 21,3% aukning frá afla sama tímabils í fyrra sem var 1084 þúsund tonn. Þar vegur mest að landaður uppsjávarafli jókst um 37%. Aflamagn botnfiskafla stóð í stað á milli ára en flatfiskafli jókst lítillega, eða um 15.2%.
Á föstu verðlagi er aflinn í nóvember 1,2% verðminni en aflinn í nóvember 2014.
Sjá nánar á vef Hagstofunnar.