Strandveiðar eru nú í fullum gangi og 925 skip og bátar á sjó innan íslenska hafsvæðisins. Mikið er að gera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar enda hafa ekki verið fleiri á sjó á árinu og þurfa bátar á strandveiðum að tilkynna sig til Landhelgisgæslunnar bæði þegar haldið er úr höfn og aftur þegar komið er til hafnar.

Samkvæmt upplýsingum á vef Gæslunnar eru flestir með haffæris- og lögskráningarmál í lagi.