Afli íslenskra fiskiskipa var rúmlega 119 þúsund tonn í september 2020 sem er 9% meiri afli en í september 2019. Botnfiskafli var tæplega 36 þúsund tonn og dróst saman um 1% miðað við september 2019. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 21 þúsund tonn sem er 4% minni afli en á sama tíma í fyrra.
Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofu Íslands.
Uppsjávarafli var tæplega 81 þúsund tonn sem er 17% meira en í september 2019. Uppistaða þess afla var síld, tæp 62 þúsund tonn. Samdráttur heldur áfram í skel- og krabbadýraafla sem var 1.024 tonn samanborið við 1.952 tonn í september 2019.
Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá október 2019 til september 2020, var tæplega 1.021 þúsund tonn sem er 6% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.
Aflaverðmæti í september, metið á föstu verðlagi, var 3,4% minna en í september 2019.
Upplýsingarnar um fiskaflann eru bráðabirgðatölur, en frekari tölfræði má finna hér.