Atvinnuvegaráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um loðnuveiðar í kjölfar þess að ákveðið var að auka við loðnukvótann.
Samkvæmt henni er loðnukvóti íslenskra skipa alls 315.889 tonn. Frá því dragast 8.845 tonn sem renna í potta og ýmsar sérúthlutanir þannig að eftir standa 307.044 tonn til úthlutunar til loðnuskipanna.