Ósamkomulag um nýtingu allra þriggja deilistofnanna í Norðaustur-Atlantshafi, makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar hefur stuðlað að því að veiðar eru langt umfram veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES).
Áætlað er að alls muni veiðast 2,8 milljónir tonna af þessum þremur tegundum eða 800 þúsund tonn umfram vísindaráðgjöf.
Það er svo önnur saga að mörgum hefur fundist vísindamenn vera helst til varkárir í ráðgjöf sinni og skammtað naumt, sérstaklega í makríl sem virðist ekki hafa borið skaða af margra ára stórfelldri umframveiði.
Sjá nánar í Fiskifréttum.