Gefin hefur verið út reglugerð um úthlutun allt að 800 tonna af íslenskri sumargotssíld til skipa allt að 200 brúttótonn að stærð sem ekki stunda veiðar með vörpu. Heimilt er að úthluta allt að 8 tonnum í senn á skip gegn 8 króna gjaldi á hvert kíló. Fiskistofa skal úthluta aflaheimildum vikulega og er óheimilt að framselja þessa kvóta.
Þetta er hliðstæð ráðstöfun og á undanförnum árum og er aðallega hugsuð vegna smábáta sem stundað hafa síldveiðar í lagnet á haustin.
Sjá reglugerðina í heild HÉR