Í nýlegri skýrslu landbúnaðar-, matvæla- og sjávarútvegsráðuneytis Írlands kemur fram verðmæti sjávarafla í lögsögu Írlands á síðasta ári hafi verið rúmir 316 milljarðar króna. 77% aflans var veiddur af skipum annarra Evrópusambandslanda en Írlands.
Hlutur Írlands var í heildarverðmætum innan írskrar lögsögu var með öðrum orðum einungis 23%.
Tölurnar þykja sýna svart á hvítu hve aðild Írlands að Evrópusambandinu kostar sjávarútveginn í landinu.