Ljósafell SU 70, ísfisktogari Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði, kom úr sínum síðasta túr fyrir jól í gær. Aflinn var þokkalegur, eða 76 tonn af fiski, mest þorskur, eða 53 tonn og um 21 tonn af ýsu. Nú verður tekið jólafrí, segir á Facebook síðu Ljósafells, og áhöfnin mun njóta samverunnar með fjölskyldum sínum yfir hátíðirnar.

Það er alltaf gaman þegar ungir menn fá að spreyta sig í skipstjórastólnum. Jóhann Elís Runólfsson er ungur Norðfirðingur sem hefur í um eitt ár leyst af sem 1. stýrimaður á Ljósafellinu, en núna fór hann í fyrsta skipti sem skipstjóri. Þetta var dálítil eldskírn þar sem túrinn einkenndist af miklum brælum og ótíð. En Jobbi, eins og Jóhann er kallaður, er einstaklega jákvæður og bjartsýnn maður og lét það ekki mikið á sig fá, enda verkefnið verðugt og var það leyst af mikilli alúð og fagmennsku.

Jóhann Elís Runólfsson skipstjóri.
Jóhann Elís Runólfsson skipstjóri.

„Síðuritari sló á þráðinn til Jobba (sem er haugalygi þar sem ég spurði hann bara á Facebook) hvernig fyrsti skipstjóratúrinn hefði gengið? Jobbi svaraði stutt og skorinort: „Þetta gekk fínt.“ Mér fannst þá liggja beinast við að spyrja hann hvort þetta væri ekkert stressandi. „Nei, nei, enda ekkert til að vera stressaður yfir,“ svaraði skipstjórinn ungi, enda með úrvals áhöfn sem kann sitt fag. Jobbi var áður skipstjóri á Tind Ís frá Flateyri."

Ljósafell SU 70, ísfisktogari Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði, kom úr sínum síðasta túr fyrir jól í gær. Aflinn var þokkalegur, eða 76 tonn af fiski, mest þorskur, eða 53 tonn og um 21 tonn af ýsu. Nú verður tekið jólafrí, segir á Facebook síðu Ljósafells, og áhöfnin mun njóta samverunnar með fjölskyldum sínum yfir hátíðirnar.

Það er alltaf gaman þegar ungir menn fá að spreyta sig í skipstjórastólnum. Jóhann Elís Runólfsson er ungur Norðfirðingur sem hefur í um eitt ár leyst af sem 1. stýrimaður á Ljósafellinu, en núna fór hann í fyrsta skipti sem skipstjóri. Þetta var dálítil eldskírn þar sem túrinn einkenndist af miklum brælum og ótíð. En Jobbi, eins og Jóhann er kallaður, er einstaklega jákvæður og bjartsýnn maður og lét það ekki mikið á sig fá, enda verkefnið verðugt og var það leyst af mikilli alúð og fagmennsku.

Jóhann Elís Runólfsson skipstjóri.
Jóhann Elís Runólfsson skipstjóri.

„Síðuritari sló á þráðinn til Jobba (sem er haugalygi þar sem ég spurði hann bara á Facebook) hvernig fyrsti skipstjóratúrinn hefði gengið? Jobbi svaraði stutt og skorinort: „Þetta gekk fínt.“ Mér fannst þá liggja beinast við að spyrja hann hvort þetta væri ekkert stressandi. „Nei, nei, enda ekkert til að vera stressaður yfir,“ svaraði skipstjórinn ungi, enda með úrvals áhöfn sem kann sitt fag. Jobbi var áður skipstjóri á Tind Ís frá Flateyri."