Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út viðbótarheimild í íslenskri síld upp á 758 tonn. Síldin verður leigð til skipa undir 200 brúttótonnum að stærð sem ekki stunda veiðar með vörpu. Leiguverðið er 2,56 krónur á kíló.
Heimilt er að úthluta á skip allt að 12 tonnum í senn til skipa sem hafa lokið við að veiða 80% af áður úthlutuðum heimildum.
Fiskistofa annast úthlutun aflaheimilda.