Hólmfoss, nýjasta flutningaskip Eimskips, kom til hafnar á Ísafirði á föstudag með um 600 tonn af frosinni rækju sem fer til vinnslu í rækjuvinnslu Kampa á Ísafirði. Þetta er fyrsta ferð Hólmfoss til Íslands en Eimskip fengu skipið afhent fyrir tveimur mánuðum og hefur það verið í flutningum í útlöndum.

Þetta kemur fram á vef Bæjarins Bestu á Ísafirði.