Veiðum á makríl í grænlenskri lögsögu er að ljúka. Tæpum 60% af makrílafla við Austur-Grænland hefur verið landað á Íslandi. Íslensk skip og skip tengd Íslandi veiddu drjúgan hluta makrílsins, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Alls hafa veiðst tæp 78 þúsund tonn af makríl í grænlensku lögsögunni. Töluvert af makrílnum var landað í íslenskum höfnum, eða rúmum 46 þúsund tonnum. Löndun á grænlenskum makríl í íslenskum höfnum er því tæp 60% af heildarveiðinni.
Skip skráð í Grænlandi lönduðu hér um 33.600 tonnum af makríl. Níu íslensk skip voru leigð til Grænlands og veiddu þar makríl og hafa þau landað hér um 12.670 tonnum.
Kristina EA landaði mestum makríl hér af íslensku skipunum, um 3.600 tonnum og Brimnes RE landaði tæpum 3.000 tonnum. Heimaey VE veiddi mest af uppsjávarskipunum sem lönduðu ferskum makríl til vinnslu hér, eða um 1.200 tonn.
Fimm af grænlensku skipunum sem lönduðu makríl hér í sumar hafa tengingu við Ísland. Þau lönduðu hér alls rúmum 18 þúsund tonnum. Mestum afla landað Polar Amaroq, um 6.800 tonnum. Þar á eftir kemur Ilivileq, fyrrum Skálaberg RE, með tæp 5.100 tonn.
Íslensk skip og fyrrum íslensk skip ásamt Polar Amaroq hafa veitt tæpt 31 þúsund tonn, eða tæp 40% af heildarveiði á makríl í grænlensku lögsögunni.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.