Samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Landhelgisgæslunnar eru nú 60 bátar án lögskráningar á sjó en í dag er fyrsti dagur strandveiða.
Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjómönnum að hafa þessi mál í lagi enda eru sjómenn ekki tryggðir nema vera lögskráðir. Til þess þarf að hafa samband við Siglingastofnun.