Grænlenski frystitogarinn Tuugaalik, sem Royal Greenland gerir út, mokveiddi grálúðu í síðasta túr, að því er fram kemur á grænlenska vefnum sermitsiaq.ag.
Skipið landaði í Aasiaat í vikunni um 700 tonnum af grálúðu að verðmæti um 30 milljónir danskra króna, eða sem jafngildir 573 milljónum íslenskra króna. Aflinn fékkst við Vestur-Grænland á einungis 22 dögum. Þetta er níundi grálúðutúr skipsins á árinu.
Það eru 24 manns um borð í Tuugaalik og skipstjóri í túrnum var Regin Hendriksen úr Sandavági í Færeyjum.