537 sjómenn á 29 fiskiskipium -  togurum, uppsjávarskipum og línuskipum - hafa skrifað undir mótmæli gegn frumvörpum um breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir mótmæla þeirri grímulausu aðför að kjörum sínum sem við blasi í þeim frumvörpum sem fram séu komin um breytingar á stjórn fiskveiða.

Í yfirlýsingunni segir orðrétt: „Við sem stöndum að þessari yfirlýsingu skorum á alþingismenn að taka ábyrga afstöðu með tilliti til þeirra hörmulegu afleiðinga sem frumvörpin kæmu til með að hafa á afkomu sjómannastéttarinnar og þar með þjóðfélagsins í heild. Framtíðin er í húfi."

Áðurnefndir sjómenn starfa á eftirtöldum skipum

Ágúst GK 95
Baldvin Njálsson GK 400
Barði NK 120
Beitir NK 123
Bjarni Ólafsson AK 70
Björgúlfur EA 312
Gandí VE 171
Guðmundur VE 29
Guðmundur í Nesi RE 13
Hákon EA 148
Helga María AK 16
Hrafn GK 111
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255
Huginn VE 55
Höfrungur lll AK 250
Jóhanna Gísladóttir ÍS 7
Jón Kjartansson SU 111
Jóna Eðvalds SF 200
Kaldbakur EA 1
Mánaberg ÓF 42
Oddeyrin EA 210
Páll Pálsson ÍS 102
Sigurbjörg ÓF 1
Snæfell EA 310
Stefnir ÍS 28
Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10
Vigri RE 71
Vilhelm Þorsteinsson EA 11
Þór HF 4