Færeyinga er ennþá óveidd um 50.000 tonn af makrílkvóta sínum. Makríllinn er nú að synda út úr lögsögu þeirra og færeysk skip hafa ekki leyfi til að elta hann inn í lögsögur ESB eða Noregs vegna makríldeilunnar, að því er fram kemur á vef færeyska útvarpsins í dag.
Færeyski kvótinn er 148.000 tonn í ár, þar af fá Rússar 13.000 tonn í gagnkvæmum skiptum á veiðiheimildum. Miðað við þann kvóta sem kemur í hlut Færeyinga sjálfra vantar ennþá 37% upp á að honum sé náð.
Færeysku nótaskipin sex, sem stundað hafa makrílveiðar í sumar, fengu úthlutað 55.000 tonna kvóta og er útlit fyrir að þau klári hann, en þau hafa leyfi til að geyma 10% kvótans til næsta árs ef svo verkast vill. Skip í öðrum útgerðarflokkum hafa hvergi náð að veiða þann kvóta sem þeim var ætlaður.