Skoskir sjómenn eru um 5000 að tölu og í tilefni af fjörutíu ára afmæli skoska sjómannasambandsins fá þeir allir björgunarvesti að gjöf.
Gjöfin er hluti af átaki sem ætlað er að auka öryggi sjómanna og var hleypt af stokkunum fyrr á þessu ári. Átakið hlaut 306 þúsund punda styrk frá skoskum stjórnvöldum og Fiskveiðisjóði Evrópusambandsins (jafnvirði 57 milljóna ísl. króna) auk þess sem Sjómannasamband Skotlands og sjóður í eigu bresks félags sem stundar olíuleit á hafi studdu verkefnið með 132 þúsund punda (25 millj. ISK) framlagi.
Talið er að skoskur sjávarútvegur afli þjóðarbúinu um 500 milljón punda í tekjur á ári og að um 5.000 manns í landi starfi við greinar sem tengjast sjávarútvegi.
Sjá nánar á fishupdate.com