Fyrirsjáanleg er endurnýjun á hluta íslenska fiskiskipaflotans sem kominn er til ára sinna. Út er komin ný „Greining Sjávarklasans“ sem fjallar um þetta málefni og hvernig megi stuðla að því að endurnýjun skipanna fari fram hér innanlands.

Ætla má að 500 milljón króna fjárfesting í endurnýjun togara skili sér í a.m.k. 450-600 milljón króna veltuaukningu í hagkerfinu og skapi um 40 ársverk ef valin eru íslensk tæknifyrirtæki.

Margar útgerðir beina viðskiptum sínum til stórra erlendra tæknifyrirtækja sem annast geta alla þætti endurnýjunar. Með auknu samstarfi smærri tæknifyrirtækja á Íslandi má draga úr þeim viðskiptakostnaði sem fellur á útgerðir þegar verslað er við marga smærri aðila.

Greininguna má nálgast hér undir Greining Sjávarklasans.