Með lagasetningu í maí síðastliðnum var sjávarútvegsráðherra veitt heimild til að ráðstafa allt að 200 lestum af óslægðum botnfiski til frístundaveiða fiskveiðiárin 2009/2010 og 2010/2011. Gera má ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af þessari kvótaleigu muni nema 50-60 milljónum króna á þessu ári og öðru eins á því næsta.

Á vef sjávarútvegsráðuneytisins kemur fram að hinum úthlutuðu 200 lestum skuli skipta jafnt á mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. Komi ekki til úthlutunar viðmiðunarafla hvers mánaðar bætast ónýttar heimildir við viðmiðunarafla næsta mánaðar. Fiskistofa annast úthlutun aflaheimilda og skal hverju skipi úthlutað að hámarki 2 lestum hverju sinni. Verð á aflaheimildum skal vera meðalverð í viðskiptum með aflamark í þorski, sem birt er á vef Fiskistofu.

Nánar um málið á vef ráðuneytisins , HÉR