Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Stakkavík í Grindavík hefur starfsfólki og er það, eftir því sem næst verður komist, 47 starfsmenn. Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur, segir í samtali við vísi.is. þetta sé erfiðasta ákvörðun sem fyrirtækið hafi þurft að taka nokkru sinni en annað hafi ekki verið hægt.

Stakkavík gerir út fjóra báta í krókaaflamarkskerfinu og festi nýlega kaup á stál- og álbát sem smíðaður var í Tyrklandi eftir íslenskri hönnun og gengið var frá hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Auk þess hefur fyrirtækið verið með vinnslu á ferskfiski. Vinnsluhúsið skemmdist mikið í jarðhræringunum á síðasta ári og eftir seinni hrinu jarðhræringa var það metið ónýtt.