Lax- og silungsveiðisvið Fiskistofu hefur nú gefið út skýrslu um söfnun á laxi í meðafla flotvörpuveiðiskipa fyrir árin 2010 til 2012. Í heildina hafa veiðst 466 laxar sem meðafli í 84.000 lesta flotvörpuveiði á makríl og síld á árunum 2010, 2011 og 2012, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.
Þetta samsvarar 5,5 löxum á 1000 lestir af makríl og síld. Meðaflatölur fyrir 2010 og 2011 voru sambærilegar eða að meðaltali 200 laxar hvort árið en meðafli sumarið 2012 var aðeins um 50 laxar, sem er um 25 % af meðaltali áranna á undan. Þetta er í góðu samræmi við minnkandi laxgengd af smálaxi hér á landi og í öllum nágrannalöndum okkar, enda virðist stór hluti af meðaflanum vera smálax og nokkur hluti af laxinum á leið í heimaá sína eða á aðra fæðuslóð, sem gæti skýrt að hluta mun minni meðafla síðari hluta sumars.
http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/nr/833