45 milljónir manna í heiminum starfa við veiðar, vinnslu og eldi á fiski og 540 milljónir byggja afkomu sína á þessari starfsemi. Þetta kom fram í ræðu Árna Mathiesen aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnu í Perú nýlega.

Árni sagði einnig að eftirspurn eftir sjávarafurðum í heiminum myndi fara stigvaxandi með fjölgun jarðarbúa og bættum efnahag. Áætlað væri að þörf yrði fyrir 320 milljónir tonna árið 2028. Til samanburðar mætti nefna að núverandi framboð úr veiðum og eldi væri innan við 180 milljónir tonna.

Sjávarútvegsvefurinn fis.com skýrir frá þessu.