Grásleppuvertíðin í ár skilaði tæpum 11 þúsund tunnum af söltuðum grásleppuhrognum sem er töluverður samdráttur frá metvertíðinni í fyrra. Þá gaf vertíðin um 18 þúsund tunnur af hrognum.
Á síðasta ári var útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og kavíars frá Íslandi 3,8 milljarðar króna. Sú tala hefur ekki verið hærri frá upphafi grásleppuveiða. Nokkuð mun vanta upp á til að þeim verðmætum verði náð í ár.
Ljóst er að aflaverðmæti grásleppu er mun minna í ár en í fyrra, fer úr 2,7 milljörðum króna í 1,6 milljarða að öllum líkindum.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.