Á árinu 2010 voru fluttar út sjávarafurðir frá Noregi að verðmæti 53,8 milljarðar NOK (1.060 milljarðar ISK). Þetta er sjöunda árið í röð sem met er slegið í útflutningi norskra sjávarafurða. Aukningin frá árinu 2009 nemur 9,1 milljarði NOK.

Flutt voru út 2,7 milljónir tonna af norskum fiskafurðum árið 2010 sem er um 93 þúsund tonna aukning frá árinu áður. Þetta magn jafngildir því að unnar hafi verið um 37 milljón máltíðir úr norskum sjávarfangi á degi hverjum á nýliðnu ári.

Heimild: www.kystmagsinet.no