Vísindamenn hafa fundið elsta steingerving af rækju sem uppgötvast hefur í heiminum. Rækjan er 360 milljóna ára gömul. Steingerfingurinn fannst í Oklahomaríki í Bandaríkjunum.
Kvikindið hefur verið sjö sentimetra langt og er óvenjuvel varðveitt, m.a. er hægt að greina vöðvana í hala þess. Ástæðan er sú að rækjan hefur legið í súru vatni, súrefnisinnihald hefur verið lágt og hún hefur fljótlega grafist í hafsbotninn.
Elsti steingervingur af rækju fram til þessa fannst á eyjunni Madagaskar í Indlandshafi og er sá talinn vera ,,aðeins” 245 milljóna ára gamall.