3.572 sjómenn fórust á Íslandsmiðum á tímabilinu 1900 til 1974, samkvæmt samantekt sem Steinar J. Lúðvíksson blaðamaður og höfundar 19 bók undir heitinu Þrautgóðir á raunastund, hefur gert.

Steinar hélt erindi um þetta á vegum Vitafélagsins í síðustu viku og sagt er frá í sérblaði Fiskifrétta sem fjallar um öryggi sjómanna og kom út í gær.

Í erindi Steinars kom fram að litið var nánast á það sem náttúrulögmál hér á landi að fjöldi manna færist í sjóslysum á hverju einasta ári. Á árabilinu 1881 til 1910, á 39 árum, hafi 2.096 manns drukknað, sem gerir að meðaltal 69 drukknanir á ári. Á þessum árum voru drukknanir við Ísland allt að tíu sinnum tíðari en við Noreg.

Sjá nánar í Öryggi sjómanna, sérblaði sem fylgir Fiskifréttum í dag.