Samtök fisksseljanda í Noregi og norska sjávarútvegsráðuneytið hafa lagt sérstaklega til 15 milljónir norskra króna, sem jafngilda 350 milljónum íslenskum krónum, í markaðastarf til að auka sölu á þorski í Noregi og Evrópu.

Þrátt fyrir gott ástand á þorskstofninum í Barentshafi og að kvóti Rússa og Norðmanna hafi verið aukinn í milljón tonn á þessu ári telja margir Evrópubúar vegna áróðurs umhverfissamtaka að þorskurinn þar sé í útrýmingarhættu. Til að auka sölu á þorski og styrkja ímynd hans er þetta fé eyrnamerkt sérstaklega í markaðsmál fyrir þorsk, að sögn fishupdate.com.

Norðmenn hafa lagt mikla áherslu á markaðssetja þorsk í Bretlandi. Á síðasta ári var átak í gangi að auka sölu á norskum þorski til fish&chips-staða.