Síldin sem nú hefur vetursetu í Grundarfirði er um 330 þúsund tonn samkvæmt nýjustu mælingum Hafrannsóknastofnunar, að því er fram kemur í Fiskifréttum. Þetta er næstum helmingi minna magn en árið 2007 þegar síldin þjappaði sig saman í firðinum í fyrsta sinn, en þá mældust rúm 600 þúsund tonn þar.
,,Þegar síldin flutti sig burt af svæðinu við Stykkishólm fór hún norður undir Sandabrún en átta sig svo á því að það var ekki komið vor og hélt þá til baka,” segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.