Stjórnvöld í Líberíu hafa tilkynnt að Dongwon Industries hafi fallist á að greiða 1,5 milljónir evra í sekt (um 270 milljónir ISK) fyrir tvö stór uppsjávarskip, Premire and Solevant, sem sökuðu voru um ólöglegar veiðar.

Dongwon Industries er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Skip félagsins stunda meðal annars túnfiskveiðar. Höfuðstöðvar Dongwon Industries eru í Kóreu en skip þess stunda veiðar í öllum heimshöfum. Sektin var greidd til að losa skipin undan frekari ákærum um alvarleg fiskveiðilagabrot sem hefðu komið félaginu illa. Málinu telst þar með lokið.