Töluverð verðlækkun hefur orðið á ýsu á fiskmörkuðum hér á landi. Verðlækkunin hófst í júlí og ágúst og hefur haldið áfram síðan, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Ef litið er á breytingarnar á 12 mánaða tímabili þá var meðalverðið á óslægðri ýsu í október 2014 um 331 króna á kíló. Meðalverð nú í október (1.okt.-26. okt.) er 252 krónur og hefur því lækkað um 24%.

Skýringin á verðlækkuninni er meðal annars sú að framboð hefur aukist á tvífrystum ýsuafurðum frá Kína inn á helstu markaði okkar fyrir ýsu erlendis.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.