Mokveiði hefur verið í netin í Breiðafirði og sem dæmi fékk smábáturinn Arnar SH nýverið 23 tonn í 5 trossur, að því er fram kemur á vefnum www.aflafrettir.com
Arnar SH fór út með 50 net og lagði þau utan við Búlandshöfða, ekki langt frá landi á 15 til 40 faðma dýpi. Netin voru í 5 trossum og er aflinn því tæp 5 tonn í trossu. Aflaverðmæti í róðrinum var tæpar 8 milljónir króna. Báturinn bar aflann vel eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem fengin er á aflafrettir.com