Vinnuhópur sem norsk stjórnvöld skipuðu árið 2007 hefur varið 112 milljónum norskra króna, um 2,2 milljörðum íslenskum, í undirbúning en hefur ekki enn náð samkomulagi um hvaða þyrlugerð eigi að leysa eldri sjúkra- og björgunarþyrlur af hólmi, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins.
Fram kemur að tímis sé kominn til að skipta út 16 þyrlum af gerðinni Sea King. Þær eru gamlar en eru engu að síður taldar nothæfar enn um sinn.
Fyrrum þyrluflugmaður, sem áður átti sæti í nefnd um kaup á björgunarþyrlum árið 2003, gagnrýnir þennan seinagang og fullyrðir að verið sé að tefla lífi nauðstaddra í tvísýnu sem verði að sætta sig við að björgunarsveitir noti gamlar þyrlur sem séu of hægar.
Hann segir að málið hafa endað í skrifræði og í ferli sem sé óheyrilega dýrt. Meðal annars hafi 75 milljónum norskra króna (1,6 milljörðum ISK) verið varið til ráðgjafa sem hafi farið yfir allt málið tvisvar.