Fiskaflinn á nýliðnu fiskveiðiári minnkaði um 21% frá fiskveiðiárinu á undan. Það stafar fyrst og fremst af minni uppsjávarafla sem dróst saman um þriðjung en botnfiskaflinn stóð nokkurn veginn í stað.

Alls veiddust 1.080 þúsund tonn samanborið við 1.369 þúsund tonn fiskveiðiárið á undan. Samdrátturinn nemur 289 þúsund tonnum.

Síldaraflinn minnkaði úr 183 þús. tonnum í 150 þús. tonn og loðnuaflinn dróst saman úr 463 þús. tonnum í 111 þúsund tonn. Makrílaflinn jókst hins vegar úr 142 þús. tonnum í 163 þús. tonn og kolmunnaaflinn jókst úr 103 þús. tonnum í 174 þús. tonn.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.