Grænlenski rækjutogarinn Akamalik gerði það gott í síðustu viku þegar hann fiskaði fyrir 8,7 milljónir danskra króna eða jafnvirði 174 milljóna íslenskra. Alls tók túrinn tíu daga og nam aflaverðmæti 10 milljónum danskra króna eða sem svarar 200 milljónum íslenskra króna.

Veiðin fékkst á óhefðbundnum miðum norðvestur af Diskó-eyju úti fyrir Vestur-Grænlandi en þar hafði ekki fiskast neitt síðustu 30 árin. Um leið og fiskisagan flaug tóku aðrir rækjutogarar, bæði grænlenskir og erlendir, stefnuna á miðin gjöfulu og hófu þar veiðar.

Frá þessu er skýrt á vefnum fiskeriforum.com