Ævintýralega hátt hráefnisverð fæst fyrir makríl á þessum tíma árs þegar fiskurinn er í bestu ástandi. Þannig fékk norska uppsjávarskipið Rödholmen rúmlega 10 milljónir norskra króna, jafnvirði rösklega 200 milljóna íslenskra króna, fyrir 750 tonna makrílfarm í síðustu viku. Aflinn fékkst austur af Hjaltlandi. Frá þessu er skýrt á norska vefnum Kystogfjord.no.
Rödholmen er 75 metra langt og 12 metra breitt skip í eigu Ytterstad Fiskeriselskap í Lödingen í Norður-Noregi. Skipið var nýlega endurnýjaði í Póllandi fyrir jafnvirði rúmlega 800 milljóna íslenskra króna.