Nýafstaðin loðnuvertíð skilaði ríkinu 1.800 milljónum króna í veiðigjald og útflutningstekjur verð aað líkindum 40 milljarðar króna. Þetta kemur fram í aðsendri grein Heiðrúnar Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútveg í Viðskiptablaðinu.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hún segir að þá séu ótaldir tekjuskattar starfsmanna, tryggingargjald og önnur gjöld sem samtals hlaupa á milljörðum.

„Ekki er óvarlegt að áætla að ríkið fái vel yfir tíu milljarða króna vegna þessarar vertíðar,“ segir Heiðrún Lind. Grein hennar má sjá hér.