Mesti vöxtur í sjávarútvegi og tengdum greinum er í fullvinnslu aukaafurða og líftækni samkvæmt athugun Íslenska sjávarklasans, að því er fram kemur í frétt á vef Sjávarklasans.
Ný Greining Sjávarklasans fjallar um veltu fyrirtækja í sjávarlíftækni og annari fullvinnslu aukaafurða. Á Íslandi eru nú yfir 30 fyrirtæki sem sérhæfa sig í líftækni eða annarri fullvinnslu aukaafurða úr hafinu. Samanlögð velta þessara fyrirtækja á árinu 2012 var um 22 milljarðar og jókst um 17% frá fyrra ári. Ef vöxtur þessara greina heldur áfram eins og verið hefur undanfarin misseri má gera ráð fyrir að velta í fullvinnslu aukaafurða og líftækni nálgist óðfluga grunnatvinnuveginn sjálfan á næstu 15 til 20 árum.