Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam rúmlega 33 milljörðum króna í nóvember. Það er rúmlega 17% aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra. Aukningu í útflutningsverðmætunum má að öllu leyti rekja til fiskimjöls og lýsis sem nam 12,6 milljörðum króna í nóvember.

Aukningin er á svipuðu róli sé leiðrétt fyrir gengisbreytingum krónu, segir í frétt frá SFS, eða sem nemur rúm 16%. Útflutningsverðmæti sjávarafurða er þar með komið í rúma 313 milljarða króna á fyrstu 11 mánuðum ársins. Það er rúmlega 2% samdráttur frá sama tímabili í fyrra á föstu gengi. Þetta má sjá í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti í nóvember sem birtar voru í gærmorgun. Þær tölur eru ekki birtar niður á fisktegundir, heldur einungis niður á vinnsluflokka.
Mjöl og lýsi í hæstu hæðum

Ofangreinda aukningu í nóvember má að öllu leyti rekja til fiskimjöls og lýsis og óhætt er að segja að þar sé um all hressilega aukningu að ræða. Þannig nemur útflutningsverðmæti mjöls og lýsis samanlagt 12,6 milljörðum króna í nóvember, sem er rúmlega fjórfalt meiri verðmæti en flutt voru út í nóvember fyrir ári, á föstu gengi. Þar af var flutt út fiskimjöl fyrir um 5,6 milljarða króna (430% aukning á föstu gengi) og lýsi fyrir 7,0 milljarða króna (+250%). Hlutdeild mjöls og lýsis af útflutningsverðmæti sjávarafurða er þar með 38% í nóvember og hefur aldrei áður vegið svo hátt í einum mánuði eins langt aftur og mánaðartölur Hagstofunnar ná, sem eru frá 2002. Áður hafði þessi hlutdeild hæst farið í 29% sem var í febrúar fyrir ári þegar útflutningur á loðnumjöli og -lýsi var nálægt hæstu hæðum.

Sé mjöl og lýsi undanskilið í tölum um útflutningsverðmæti sjávarafurða í nóvember er staðan önnur enda er þá um fimmtungs samdrátt að ræða á milli ára. Eins og við blasir á myndinni hér fyrir neðan, þá er útflutningsverðmæti allra annarra afurðaflokka að dragast saman á milli ára, að ferskum afurðum og heilfrystum fiski undanskildum sem standa í stað.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam rúmlega 33 milljörðum króna í nóvember. Það er rúmlega 17% aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra. Aukningu í útflutningsverðmætunum má að öllu leyti rekja til fiskimjöls og lýsis sem nam 12,6 milljörðum króna í nóvember.

Aukningin er á svipuðu róli sé leiðrétt fyrir gengisbreytingum krónu, segir í frétt frá SFS, eða sem nemur rúm 16%. Útflutningsverðmæti sjávarafurða er þar með komið í rúma 313 milljarða króna á fyrstu 11 mánuðum ársins. Það er rúmlega 2% samdráttur frá sama tímabili í fyrra á föstu gengi. Þetta má sjá í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti í nóvember sem birtar voru í gærmorgun. Þær tölur eru ekki birtar niður á fisktegundir, heldur einungis niður á vinnsluflokka.
Mjöl og lýsi í hæstu hæðum

Ofangreinda aukningu í nóvember má að öllu leyti rekja til fiskimjöls og lýsis og óhætt er að segja að þar sé um all hressilega aukningu að ræða. Þannig nemur útflutningsverðmæti mjöls og lýsis samanlagt 12,6 milljörðum króna í nóvember, sem er rúmlega fjórfalt meiri verðmæti en flutt voru út í nóvember fyrir ári, á föstu gengi. Þar af var flutt út fiskimjöl fyrir um 5,6 milljarða króna (430% aukning á föstu gengi) og lýsi fyrir 7,0 milljarða króna (+250%). Hlutdeild mjöls og lýsis af útflutningsverðmæti sjávarafurða er þar með 38% í nóvember og hefur aldrei áður vegið svo hátt í einum mánuði eins langt aftur og mánaðartölur Hagstofunnar ná, sem eru frá 2002. Áður hafði þessi hlutdeild hæst farið í 29% sem var í febrúar fyrir ári þegar útflutningur á loðnumjöli og -lýsi var nálægt hæstu hæðum.

Sé mjöl og lýsi undanskilið í tölum um útflutningsverðmæti sjávarafurða í nóvember er staðan önnur enda er þá um fimmtungs samdrátt að ræða á milli ára. Eins og við blasir á myndinni hér fyrir neðan, þá er útflutningsverðmæti allra annarra afurðaflokka að dragast saman á milli ára, að ferskum afurðum og heilfrystum fiski undanskildum sem standa í stað.