Ekki er langt síðan Síldarvinnslan endurnýjaði uppsjávarflota sinn með kaupum á nýlegum skipum, sem fengu nöfnin Beitir og Börkur.

Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður félagsins upplýsti í erindi á ráðstefnu SFS á dögunum að stimpilgjöld vegna kaupanna á þessum tveimur skipum og sölu á skipum sem þau leystu af hólmi hefðu numið samtals 162 milljónum króna.

Til samanburðar nefndi hann að ef þessar skipasölur hefðu farið fram í Noregi hefðu hliðstæð stimpilgjöld numið rúmri einni milljón króna, um einni milljón í Færeyjum og kannski tveimur milljónum króna í Þýskalandi. .