Aflaverðmæti í október 2023 var um 16 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Þetta er því 16% samdráttur frá október árið á undan. Aflaverðmæti á 12 mánaða tímabilinu frá nóvember 2022 til október 2023 var óbreytt á milli ára og nam tæpum 197 milljörðum króna.