ff

Um 1,6 milljarðar króna verður varið í þróun og uppbyggingu fyrsta áfanga lyfjaverksmiðju Genís á Siglufirði sem tekur væntanlega til starfa seint á næsta ári, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Genís hefur tekist að einangra ákveðin efni úr kítíni, sem unnið er úr rækjuskel, og sýnt fram á virkni þeirra, meðal annars til að vinna á sjúkdómum sem að byrja með bólgum í líkamanum. Gert er ráð fyrir því að þegar tilraunum lýkur fáist rannsóknir staðfestar og viðurkenndar af lyfjastofnunarinnar í Mexíkó í lok þessa árs og leyfi fáist til sölu lyfs nokkrum mánuðum síðar. Í fyrstu verður lyfið framleitt fyrir mexíkóska markaðinn og markað í Suður-Ameríku.

Um 600 milljónum hefur nú þegar verið varið í þróun en uppbygging fyrsta hluta verksmiðjunnar á Siglufirði mun kosta 500 milljónir. Þá má gera ráð fyrir um 500 milljónum til viðbótar í rannsóknir á næstu árum. Í heild er því um að ræða um 1,6 milljarða króna í þróun og uppbyggingu fyrsta áfanga lyfjaverksmiðjunnar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum