Grásleppuvertíðin er í fullum gangi og hafa veiðst samtals 2.800 tonn til þessa. Helga Sæm. ÞH er aflahæst með 53 tonn, en næstar á eftir koma Sigurey ST með 48 tonn og Simma ST með 47 tonn.

Frá þessu er skýrt á vefnum aflafrettir.is . Þar er birtur listi yfir afla allra 156 bátanna sem byrjaðir eru veiðar. Vakin er athygli á því að bátarnir hafa ekki allir byrjað á sama tíma og hefur það áhrif á samanburð þeirra í milli.