Deilan um nýtingu makrílstofnsins snýst um mikla peningalega hagsmuni og því kannski ekki að undra að erfiðlega gangi að ná samkomulagi. Samkvæmt athugun Fiskifétta gæti útflutningsverðmæti makrílafurða miðað við 639.000 tonna kvóta, sem var sá hámarksafli sem vísindamenn Alþjóðahafrannsóknaráðsins mæltu með á síðasta ári, numið hátt í 150 milljörðum króna. Aflinn í fyrra fór hins vegar langt umfram veiðiráðgjöfina eða í 950.000 tonn. Næsti fundur í makríldeilunni verður í Reykjavík um miðjan þennan mánuð. Ennþá er himinn og haf á milli deiluaðila, að mati framkvæmdastjóra LÍÚ. Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.