Veiðar Norðmanna á norsk-íslensku síldinni standa nú sem hæst. Í síðustu viku fékk norska skipið Hardhaus 9,3 milljónir norskra króna eða jafnvirði 141 milljóna íslenskra fyrir 1.218 tonna síldarfarm í Skagen í Danmörku og verður erfitt að slá það met, segir á vef Fiskebåt, samtaka norskra útgerðarmanna.
Verðið fyrir kílóið var 7,65 norskar krónur eða sem svarar 145 íslenskum krónum. Fram kemur að meðalverð á síld hjá norska síldarsamlaginu í ár sé 6,21 NOK/kg eða rúmar 90 íslenskar krónur.