Um 1,4 milljónir tonna af norskíslenskri síld mældust innan íslensku landhelginnar í árlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar sem nú er nýlokið. Í fyrra mældust um 2,4 milljónir tonna en þá var leiðangurinn viku fyrr á ferðinni en nú, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar. Markmið leiðangursins, sem farinn var á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, var að kanna útbreiðslu og magn kolmunna og norsk-íslenskrar síldar fyrir vestan, sunnan og austan land.
Leiðangurinn er hluti af sameiginlegri leit og bergmálsmælingum Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga, Rússa og Evrópusambandsins á útbreiðslusvæði þessara stofna og eru niðurstöðurnar notaðar við mat á stærð stofnanna.
______________________________________
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .