Heildarframboð á hvítfiski á alþjóðlegum markaði á þessu ári hefur verið um 12 milljónir tonna, þar af er villtur fiskur rúmar 7 milljónir tonna og hvítfiskur úr eldi um 5 milljónir tonna. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á framboði á næsta ári í villta fiskinum en meiri óvissa ríkir um eldisfiskinn.
Þetta kom fram í erindi sem Lúðvík Börkur Jónsson flutti á Sjávarútvegsráðstefnunni í Reykajvík á dögunum um þróun framboðs á hvítfiski undanfarin ár og áratugi og horfur framundan.
Fyrir 25 árum nam framboð á villtum hvítfiski 12 milljónum tonna en þá var engum eldisfiski til að dreifa. Á síðustu árum hefur minnkandi framboði af villtum hvítfiski verið mætt með síauknu framboði af eldisfiski.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.